Vinnustofur “Project EUROPE” í Blábankanum.

ERASMUS+ verkefnið Project EUROPE skapar brýr til framtíðar.

Verkefnið hefur verið í undirbúningi frá 2023 og gegnur út á að bera saman áskoranir og tækifæri í smærri byggðum þar sem ferðaþjónusta skipar stórt hlutverk í uppbyggingu til framtíðar.

Í Blábankanum munu fara fram vinnustofur þar sem borin eru saman reynsla og úrlausnir af ólíkum svæðum í Evrópu.

Verkefnið er leitt af Austan Mána og er það okkur í Blábankanum mikill heiður að vinna með Arnari og hans teymi.

Að verkefninu koma ásamt Blábankanum;

Austan mána, Reykjavík

Asociación Uno, Valencia

Consulta Europa, Kanaríeyjum

Open Impact, Róm

Absentia, Stintino

POIOMAR, Madeira

Fyrr á árinu voru viðlíka vinnustofur sóttar í Stintino á Sardiníu.

Byggt er á niðurstöðum þaðan ásamt því sem ný gögn eru tekin inn í vinnuna.

„Verkefnið getur verið upphaf að glæsilegu samstarfi þar sem samkennd veitir skilning á reynslu annara og færir yfir á okkar sértæku aðstæður.“

Spurningar um verkefnið má gjarna senda á info@blabankinn.is eða á gunnar@blabankinn.is

Previous
Previous

Stjórnar- skipti í Blábankanum.

Next
Next

Gunnar verður Blábankastjóri