Um Blábankann

Skapandi samfélag fyrir heiminn og fyrir þorpið.

Um Blabankann_hero.png

Þjónusta í Blábankanum

 

Opnunartímar Blábankans

Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13:00-17:00, fimmtudaga 10:00-14:00

Alltaf er hægt að hafa samband í síma 841 0470 eða info@blabankinn.is og við svörum eins fljótt og auðið er. Einnig er opið í Blábankanum á viðburðum. Viðburðir eru auglýstir á blabankinn.is og á facebook síðu Blábankans.

Sagan á bakvið

Blábankinn, Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri, er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð í júní 2017 af þremur aðilum; Vestinvest, Ísafjarðarbæ og Simbahöllinni. Blábankinn var stofnaður til að bregðast við niðurskurði á þjónustu í þorpinu og stuðla að atvinnusköpun.

 
Um Blabankann_front_winter.jpg
 

Samhliða þjónustu við íbúa svæðisins er Blábankinn alþjóðlegur vettvangur fyrir frumkvöðla og nýsköpun þar sem Blábankinn heldur til dæmis árlega Startup Westfjords og býður upp á ýmsa viðburði og vinnuaðstöðu sem styður við innlenda og erlenda frumkvöðla. Blábankinn er nú þegar orðinn fyrirmynd samskonar þjónustu í minni samfélögum á Íslandi og erlendis.

 
Um Blabankann_workshop.png
 

Markmið Blábankans

  • Skapa alþjóðlegan vettvang fyrir nýsköpun og sjálfbærni.

  • Vera fyrirmynd fyrir nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar.

  • Auka lífsgæði fólks á Þingeyri.

Framtíðarsýn

Blábankinn fylgir þróun og breytingum í umhverfi þess og er forsprakki í mörgum málefnum. Framtíðarsýn Blábankans er að hann verði eftirsóttur samstarfsaðili fyrir samfélagslega nýsköpun og sjálfbærni sem skapar virði fyrir einstaklinga og samfélög.

 
 
 
Um Blabankann_dyrafjordur.jpg

Ársskýrslur

 

 Starfsfólk og stjórn

Opinbert heiti

Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri ses Kennitala: 510517-0400

Starfsfólk

Gunnar Ólafsson  Bankastjóri gunnar@blabankinn.is  +354 8410470

Stjórn

Sædís Ólöf Þórsdóttir, stjórnarformaður
Helgi Ragnarsson Arctic Fish 
Guðrún Steinþórsdóttir Íbúasamtökin Átak
Kristján Davíðsson

Stofnendur

Vestinvest Ísafjarðarbær Simbahöllin

Bakhjarlar og samstarfsaðilar

Innviðaráðuneytið Nýsköpunarmiðstöð Íslands Landsbankinn Arctic Fish Snerpa Ísafjarðarbær Simbahöllin Verkvest Vestinvest ehf PricewaterhouseCoopers Pálmar Kristmundsson