Startup Westfjords

2023

Verkefni_Hero.png

Ert þú með hugmynd? 

Staldraðu við og leyfðu hugmyndinni að blómstra.

Taktu þátt í Startup Westfjords 2023: „Gervigreind til Byggðaþróunar“

Að þessu sinni fer SW fram í viku 48. (28.11-1.12)

Dagskrá er frá kl. 0930-16 alla dagana, með fyrirlestrum, hugarflugsfundum, einkatímum með mentorum, frjálsum tíma.

Mikil áhersla er lögð á skoðun á möguleikum að þessu sinni og er því skipulag miðað við það.

Að kortleggja möguleika á notkun gervigreindar til byggðaþróunar er mikilvægt skref í átt til framtíðar.

Er okkar von að með vinnustofum sem þessum sé vinna á sveitastjórnarstigi auðvelduð sem og gæðastarf bætt.

Aðstaða í samvinnurýmum Blábankans verður í boði á meðan á dagskrá stendur, sem og í vikunni á milli eiginlegrar dagskrár fyrir þau sem kjósa að dvelja á svæðinu allan tímann.

Til viðbótar við dagskrá hemilsins er innifalið í gjaldinu hádegismatur og drykkir á meðan á honum stendur.

Startup Westfjords 2023 fer fram á íslensku en einhverjir fyrirlestrar eru á ensku. Einkatímar með mentorum eru í boði á íslensku og ensku.

Hafið samband á info@blabankinn.is fyrir frekari upplýsingar. Eins getum við aðstoðað með að finna gistingu á meðan á dvöl ykkar stendur.

Þátttaka á Startup Westfjords kostar 10.000 kr. og innifalið í því verði er öll dagskráin, sem og hádegismatur og drykkir alla dagana. Ferðakostnaður, gisting og annað slíkt er á kostnað hvers og eins þátttakanda.

Einstaklingar og lítil teymi geta sótt um.

Staðfestingar- og þátttökugjald er 10.000 kr.

 

Startup Westfjords

Verkefni_logo_horizontal-Startup_Westfjords.png
 

Startup Westfjords er nýsköpunarhemill hjá Blábankanum fyrir frumkvöðla og skapara sem þora að fara í aðra átt. Hemillinn er fyrir sprotafyrirtæki, teymi og einstaklinga með nýsköpunarverkefni á öllum stigum, hýst á Þingeyri, Vestfjörðum. Nýsköpunarhraðall er fyrirbæri sem frumkvöðlar kannast vel við. Nýsköpunarhemill hins vegar býður fólki upp á einstakt tækifæri til að staldra við, aftengjast hraða hversdagsleikans, öðlast skýrleika, einbeitingu og leyfa verkefninu að blómstra. 

Framtíðarlifnaðarhættir

Startup Westfjords var síðast haldið í september 2021. Þemað var framtíðarlifnaðarhættir. Í nútímanum stöndum við frammi fyrir breytingum eins og aukinni tækniþróun, fólksfjölgun og loftlagsvá sem munu hafa áhrif á lifnaðarhætti okkar. Slíkar breytingar bjóða upp á margskonar áskoranir og því mikilvægt að horfa til langtímamarkmiða og jafnvel endurhugsa viðtekin gildi og viðmið. Við leitum að fjölbreyttum og skapandi hugmyndum tengdum lifnaðarháttum með framtíðarsýn að leiðarljósi.

 
 
Verkefni_blabankinn_2019.jpg
 

Hvað er í boði?

Ef þú ert valin/n í hemilinn færðu aðgang að vinnuaðstöðu í Blábankanum, samfélags- og frumkvöðlasetrinu á Þingeyri. Reyndir ráðgjafar frá mismunandi sérsviðum munu hjálpa þér að koma verkefninu þínu áfram. Alla vikuna verða ráðgjafar með fyrirlestra á morgnana sem þróast yfir í samtal um verkefnið þitt. Þess á milli verður tími til þess að vinna sjálfstætt í vinnurými Blábankans og taka þátt í þeim ótal hvetjandi hlutum sem hægt er að gera á Þingeyri. Þú munt fá tækifæri til að tengjast sjálfum þér, umhverfinu og öðrum þátttakendum í einstöku umhverfi. Við elskum að taka á móti frumkvöðlum. Blábankinn fjárfestir hins vegar ekki beint í verkefnum. Dagarnir og kvöldin eru ekki skipulögð til hins ítrasta, fyrir utan valfrjálsa viðburði, svo þú þarft að vera sjálfknúinn og nýta þér þetta tækifæri sem best.


Leiðbeinendur Startup Westfjords 2021 flytja fyrirlestra með ólíkri nálgun að þemanu framtíðarlifnaðarhættir.

Leiðbeinendur Startup Westfjords 2021 fluttu fyrirlestra með ólíkri nálgun að þemanu framtíðarlifnaðarhættir.

Upplýsingar um leiðbeinendur fyrir Startup Westfjords 2022 birtast hér bráðum.

 

styrktaradilar.jpg

 Frekari upplýsingar varðandi Startup Westfjords er að fá með því að senda tölvupóst á info@blabankinn.is.

Arctic Digital Nomads

Kannaðu heimskautssvæðið: Haltu dagvinnunni þinni

Arctic Digital Nomads er net samstarfsrýma á afskekktum svæðum á Íslandi, í Noregi, Grænlandi og Færeyjum. Við bjóðum þér að taka þátt í litlum og seigum samfélögum við jaðar veraldar, lifa í sátt við náttúruna og gera upplifa ævintýri í daglegu lífi þínu.

 
Verkefni_ADN_logo.png
 

Samstarfsaðilar

N68° E13°

Lofoten, Norway

Arctic Coworking Lodge >

N61° W6°

Vágur, Faroe Islands

Faroes Coworking Adventure >

N66° W23°

Westfjords, Iceland

The Blue Bank

N61° W46°

Narsaq, Greenland

Hotel Narsaq >

 

 Nærsamfélagið

 

 Viðburðir

Margir viðburðir eru haldnir í Blábankanum. Viðburðir eru auglýstir á Facebook síðu Blábankans og í hópnum Á döfinni

 

Langar þig að halda opna samkomu í Blábankanum?

Hafðu endilega samband á info@blabankinn.is eða í síma 8410470