Blábankinn á Þingeyri auglýsir eftir bankastjóra

Þingeyri í Dýrafirði.

Viltu leiða suðupott sköpunar í sjávarþorpi á Vestfjörðum?

Viltu leiða suðupott sköpunar í sjávarþorpi á Vestfjörðum?

  • Sýnir þú frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, sveigjanleika, ert skapandi og hugsar út fyrir boxið?

  • Áttu auðvelt með uppbyggjandi samskipti á íslensku og ensku og hefur áhuga á að tengja saman fólk og efla samstarf milli hagaðila?

  • Kanntu að miðla sögum um fólk sem skapar og sjálfbæra lifnaðarhætti?

  • Viltu vinna og búa í fallegu þorpi í nálægð við náttúruna?

Bankastjóri Blábankans

Bankastjóri er forstöðumaður Blábankans á Þingeyri og sér um daglegan rekstur og nýsköpunarverkefni. Þetta er fullt starf sem unnið er undir stjórn Blábankans ses með búsetu á Þingeyri. Blábankinn er ekki fjárhagslegur banki heldur miðstöðu sköpunar á Vestfjörðum. Fólk leggur inn hugmyndir í Blábankann og ávaxtar fyrir sjálft sig, þorpið og heiminn.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Sköpun og verkefnastjórn nýsköpunarverkefna

  • Umsjón og útleiga á vinnurýmum (co-working space)

  • Umsjón með þjónustu við íbúa og frumkvöðla á þingeyri

  • Verkstjórn hlutastarfsmanns

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af verkefnastjórnun fjölþjóðlegra verkefna.

  • Færni til að skapa og rækta tengsl við ólíka einstaklinga.

  • Góð íslensku- og enskukunnátta eru skilyrði.

  • Sveigjanleiki, framkvæmdagleði og sjálfstæð vinnubrögð.

  • Þjónustulund og lausnarmiðuð hugsun.

Fríðindi í starfi

  • Á Þingeyri er frábær aðstaða til útivistar, skóli, leikskóli, íþróttamannvirki, félagsheimili, söfn og hin margrómaða sundlaug á Þingeyri, allt í göngufæri. Þá er stutt í fjöruna og til fjalla.

Um Blábankann

Blábankinn tók til starfa árið 2017 sem samstarfsverkefni milli einkaaðila, ríkis og sveitarfélags og hefur síðan verið fyrirmynd nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðva á Íslandi. Í Blábankanum er góð vinnuaðstaða og tækifæri til að láta til sín taka við uppbyggingu samfélags. Sjá nánar á blabankinn.is.

Umsóknarfrestur er til 5. júní og æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf í lok ágúst 2023. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sædís Ólöf Þórsdóttir í saedis@fantasticfjords.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum áhugasama einstaklinga, óháð kyni til að sækja um starfið.

Previous
Previous

Heimsækjum Þingeyri 2023

Next
Next

Spennandi páskar á Þingeyri og í Dýrafirði