Verkefnin í Startup Westfjords 2019

Mikil aðsókn var í nýsköpunarvinnustofu Blábankans í ár. Sótt var um fyrir 97 verkefni, sem bæði tengjast Vestfjörðum og heiminum öllum. Um 10 verkefni voru valin, og munu hátt í 20 frumkvöðlar dvelja á Þingeyri og vinna að sinni hugmynd í Blábankanum í allt að þrjár vikur.

Verkefnin sem valin voru í ár

The Seed

Sprotafyrirtækið The Seed (fræið) hefur sett sér það markmið að bæta aðlögun flóttafólks og innflytjenda að vinnumarkaðnum í Evrópu. Með það að leiðarljósi eru þau að búa til stafræna lausn til þess að gera aðlögun flóttafólks að vinnumarkaðnum skilvirkari og gegnsærri. Lausnin verður prófuð og þróuð áfram með samvinnu við dönsk sveitarfélög.

Þátttakendur:
Guled Waise
Lizette Taguchi

Fantastic Fjords

Ferðaskipuleggjandi sem er að breyta sér í ferðaskrifstofu á Suðureyri. Parið Gunnar og Sædís koma með áralanga alþjóðlega reynslu úr ferða og gistibransanum og eru að leita að skapandi leiðum til að takast á við áskoranir sem Vestfirðir eiga við að etja í ferðabransanum, ekki síst mjög stutt ferðamannatímabil.

Þátttakendur:
Gunnar Hrafnsson
Sædís Ólöf Þórsdóttir

FluidShape

Tól fyrir hönnuði og arkítekta sem hjálpar þeim að halda í upprunalegt verðmæti náttúrulegra áfangstaða þegar þeir verða yfirfullur af fólki. Tólið nýtir sér gervigreind, rannsóknir, gagnvirkni og rauntíma gögn, sem gefur ákvörðunaraðilum tækifæri til að skoða mögulegar afleiðingar sem áætlanir þeirra hafa á flæði fólks, til þess að halda stað eins og hann hefur alltaf verið.

Þátttakendur:
Claudio Pedica

Núpur í Dýrafirði

Núpur er fyrrum héraðsskóli í Dýrafirði, steinsnar frá Þingeyri. Byggingarnar hafa ekki verið nýttar undanfarið, en þær eru þrjár: 1700 m2, 750 m2 og 2400 m2 og innihalda ýmsa aðstöðu s.s. kennslustofur, bókasafn, leikfimissal, samkomusal, gistirými o.s.frv. Nýjir eigendur hafa áhuga á að glæða Núp lífi aftur með fólki á öllum aldri og uppruna.

Þátttakendur:
Hafsteinn Helgason

Hliðarverkefni fiskeldis

Samhliða framþróun laxeldis eru fjöldi tækifæra sem tengjast öllum skrefum framleiðsluferlisins, frá klaki, sjóeldi til fiskvinnslu. Verkefnið felst í að lista þau upp, gera stutta könnun á hagkvæmi næstu skrefa og skoða hvað gætu verið næstu forgangsverkefni.

Þátttakendur:
Sigurður Pétursson

aFlow

Verkfæri fyrir eigendur gistiþjónustu til þess að safna ópersónugreinanlegum gögnum um heimsóknir gesta sinni, gera áætlanir um framtíðar heimsóknir og geta betur skipulagt starfsemi sína á fyrirsjánlegri hátt.

Þátttakendur:
Jakub Baloun

Þaraskussi / Djúpið

Sköpunarmiðstöð á Vestfjörðum, fullbúin til þess að þróa áfram sjávartengda nýsköpun. Staður til að efla tengslanet, skapa vörur, byggja hæfni og stunda rannsóknir.

Þátttakendur:
Gunnar Ólafsson
Justin Brown

Persónuöryggi með bálkeðjuhönnun

Mörkun á fyrsta staðlinum í heiminum til þess að fara með persónugögn með bálkeðjutækni (blockchain), í samstarfi við Staðlastofnun Þýskalands. Verkefnið miðar að því að sýna hvernig bálkeðjur geti nýst til þess að auka öryggi persónuupplýsinga í stafærnum heimi.

Þátttakendur:
Anja Grafenauer
Michael Kolain
Christian Wirth