Undirritun samnings samstarfsaðila

Undirskriftir á samstarfssamningi og staðfesting á samstarfi bakhjarla Blábankans fór fram fyrir skemmstu. Samstarfinu var hleypt af stað með krafti en undirskriftin var gerð í kjölfar fyrstu sprengingar Dýrafjarðarganga. Var undirskriftin fyrsta opinbera notkun á Blábankanum. Meðal þeirra sem voru viðstaddir voru Jón Gunnarsson Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar og Arna Lára Jónsdóttir verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar á Ísafirði, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Þórdís Sif Sifurðardóttir bæjarritari og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðsfulltrúar Ísafjarðarbæjar, Sævar Þór Ríkharðsson útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði, Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verk Vest Verkalýðsfélags Vestfirðinga auk fleiri mætra gesta.

Formleg opnun Blábankans verður miðvikudaginn 20. september næstkomandi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *