Nýjasta fréttabréf

Nýjasta fréttabréf Blábankans er komið út, þar sem farið er yfir helstu vörður og viðburði undanfarna mánaða.

Eldri fréttabréf má sjá hér:
Blábankinn eins árs: Ávinningar og áskoranir
(September 2018)
Viðurkenning til Blábankans, alþjóðleg tengsl og fréttir af starfinu
(Júní 2018)
Blábankahraðallinn og molar úr starfinu
(Febrúar 2018)
Fyrstu þrír mánuðir Blábankans
(Desember 2017) Lesa áfram “Nýjasta fréttabréf”

Leiðbeinendur í Blábankahraðalnum

Fyrstu leiðbeinendurnir hafa verið tilkynntir í Blábankahraðlinum sem haldinn verður í maí.

Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Áður hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

Haraldur Þórir Hugosson er einn stofnandi Genki Instruments. Áður verkefnastjóri hjá Icelandic Startups.

Lauga Óskarsdóttir er yfir smiðju hjá StartupLab í Oslo. Hún er einnig meðstofnandi United Influencers & Mesher.

Arnar Sigurðsson er stofnandi og tæknistjóri Karolina Fund. Hann er einnig forstöðumaður Blábankans.