Þjónustuliðir

Gjaldkeraþjónusta Landsbankans

Blábankinn sér um gjaldkeraþjónustu Landsbankans á Þingeyri og er sú þjónusta opin á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 13:00-14:00.

 

Þjónusta Ísafjarðarbæjar

Starfsmaður Ísafjarðarbæjar, Kristján Þ. Ástvaldsson, er tengiliður íbúa Þingeyrar við Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar (áhaldahús) og tekur við fyrirspurnum er varða viðhald og umbætur. Arnhildur Lilý Karlsdóttir, starfsmaður Blábankans, veitir aðstoð við rafrænar umsóknir um þjónustu hjá Ísafjarðarbæ sem og tekur á móti erindum og beinir áfram á viðeigandi staði innan stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar.

 

Verk Vest, Verkalýðsfélag Vestfirðinga

Í Blábankanum má finna upplýsingar um þjónustu Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Verk Vest. Starfsfólk Blábankans aðstoðar við rafrænar umsóknir og tekur á móti erindum og veitir þeim í réttan farveg innan félagsins.

 

Bókasafnið Ísafirði

Hægt er að panta efni úr safnkosti Bókasafnsins Ísafirði gegn framvísun gilds bókasafnsskírteinis. Pantanir eru sendar frá Blábankanum á föstudögum og afgreiddar tveimur virkum dögum síðar til Blábankans. Einnig má skila safnkosti til Blábankans sem sendir áfram til Bókasafnsins Ísafirði.

Í húsnæði Blábankans má finna lítið brot af safnkosti bókasafns Þingeyrar. Bækurnar eru aðgengilegar og til útláns endurgjaldslaust. Nánari upplýsingar í Blábankanum.

Glæpasagnaskiptimarkaður er í Blábankanum þar sem notendur leggja inn, skila, eða skipta út glæpasögum eftir þörfum.

 

Hádegishugleiðsla

Á mánudögum og miðvikudögum er boðið uppá 15 mínútna hugleiðslu og kyrrðarstund fyrir gesti og gangandi.

 

Aðstaða

Blábankinn býður uppá tvö ólík rými, annarsvegar samveru og sköpunarrými sem staðsett er á jarðhæð hússins og er aðgangur öllum opin, hvort sem er til að hittast, lesa, vinna eða skapa. Á efri hæð hússins býður Blábankinn uppá samvinnurými þar sem hægt er að leigja vinnuaðstöðu í björtu og fallegu rými með aðgangi að fundaraðstöðu. Fundaraðstaða er einnig til leigu fyrir staka fundi. Nánari upplýsingar og verðskrá hér.

Til baka