Skrifstofu- og fundaraðstaða

Á efri hæð Blábankans eru þrjú björt og opin rými sem nýtt eru sem samvinnurými og fundaraðstöðu. Hægt er að leigja aðstöðu til skemmri eða lengri tíma.

Blábankinn veitir í sumum tilfellum afslátt af verðskrá, t.d. til námsmanna og vegna verkefna sem falla að stefnu Blábankans.

Öll verð eru birt með VSK. Blábankinn áskilur sér rétt til að breyta verðskrá án fyrirvara.

Skammtímaleiga

Skrifborðsaðstaða leigist fyrir 3.720 kr / dag eða 14.880 kr. / viku. Aðstaða fyrir fundi, allt að 8 manns er kr. 12.400.

Lengri tíma leiga

Þeir sem vilja nýta sér aðstöðu Blábankans til lengri tíma eða oft á ári geta gerst meðlimir í nýsköpunarmiðstöð Blábankans. Innifalið í því er:

  • Skrifborðsaðstaða
  • Aðstaða fyrir smærri fundi
  • Kaffiaðstaða, og kaffi á almennum opnunartíma
  • Nettenging gegnum ljósleiðara (miðast við almenna skrifstofunotkun)
  • Ráðgjöf og stuðningur við að láta hugmynd verða að veruleika

Gjald fyrir aðild að nýsköpunarsetri

Lengd Verð / mánuð
1 mánuður kr. 37.200
Flakkaraaðild 1 ár kr. 10.540
Flakkaraaðild er fyrir þá sem nýta sér aðstöðuna óreglulega. Miðað er við minna en 25% notkun yfir árið, og meðlimir með þessa aðild hafa ekki tryggða aðstöðu, en nýta þá aðstöðu sem er til reiðu hverju sinni.