Opnunarhátíð Blábankans

Gestabók opnunar Blábankans

Óhætt er að segja að kátt hafi verið í höllinni fyrir skemmstu þegar Blábankinn opnaði, þann 20. sepbember. Margir lögðu leið sína á opnunina þrátt fyrir hvassviðri og var húsfylli í gamla Landsbankahúsinu. Afar ánægjulegt var að sjá hversu vel var mætt og var ekki annað að sjá en að gleði og forvitni svifi yfir vötnum. Lesa áfram “Opnunarhátíð Blábankans”

Blábankinn opnar

Miðvikudaginn 20. september mun Blábankinn hefja formlega starfsemi sína og verður opnunin haldin hátíðlega.

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að koma í Blábankann, skoða breytingar á húsnæðinu, spjalla og skiptast á hugmyndum.

Hátíðin hefst kl. 16:00 með ávörpum frá fulltrúum verkefnisins og þar á eftir verður boðið í grillveislu á vegum íþróttafélagsins Höfrungs.  Lesa áfram “Blábankinn opnar”

Verkefni líðandi stundar

Nýjir starfsmenn Blábankans eru í óða önn við að undirbúa komandi starfsemi, en Blábankinn mun formlega opna þann 20. september. Verið er að undirbúa húsnæðið, sem hingað til hefur verið nýtt undir starfsemi Landsbankans, fyrir þá ýmsu starfsemi sem starfrækt verður í húsnæðinu en stefnt er að því að hún verði sem fjölbreyttust. Bankaþjónusta verður eftir sem áður í húsnæðinu, en Blábankinn tekur við þeirri þjónustu ásamt því að sinna ákveðnum þjónustuliðum fyrir Ísafjarðarbæ. Þess utan mun Blábankinn bjóða upp á aðlandi rými fyrir samveru, viðburði og mannamót en einnig rými fyrir ýmsa sköpun t.d. í samstarfi við FabLab á Ísafirði. Á efri hæð hússins verður samvinnurými þar sem kostur gefst á að leigja skrifstofuaðstöðu til lengri eða skemmri tíma fyrir hverja þá sem þurfa góða aðstöðu og næði til að vinna að verkefnum og skemmir þar ekki fyrir stórbrotið útsýni yfir Dýrafjörðinn.