Fjöruperlur

Kristín Þórunn Helgadóttir er handverkskona frá Alviðru í Dýrafirði. Bærinn liggur við sjávarsíðuna og er fjaran, hinn heillandi heimur, síbreytileg og gjöful, rækilega samtvinnuð uppvaxtarárum hennar. Frá barnæsku hefur Kristín stöðugt verið að teikna og skapa í huganum og hafa sumar hugmyndanna ratað í listaverk. Kristín sækir enn í dag mikinn innblástur og ró í fjöruna en hún vinnur skartgripi og listaverk úr efnivið sem hún finnur á göngum sínum þar.

Lesa áfram “Fjöruperlur”

„Já ég smíðaði það bara“

Í hljóðfærasafni Jóns á Þingeyri kennir ýmissa grasa, en safnið geymir yfir fimmta tug hljóðfæra af ólíkum uppruna. Mörg þeirra hljóðfæra sem þar gefur að líta eru harla óhefðbundin og fágæt. Safnið á rætur sínar á heimili Jóns en í bílskúrnum er verkstæði hans og lítið sýningarrými fyrir drög að því safni sem hann nú státar af. Hinn sívaxandi safnkostur hefur fyrir löngu sprengt utan af sér bílskúrinn og er safnið nú staðsett í gamla Verslunarfélagshúsinu í hjarta bæjarins.

Lesa áfram “„Já ég smíðaði það bara“”

Enneagram námskeið 13.-16. nóvember

SANDRA DE CLERCQ, Enneagram þjálfari og skipulagssálfræðingur frá Belgíu, leiðir námskeið í Enneagram en það er hlutlaust sálfræðilíkan sem ýtir undir persónulegan þroska. Á þessu námskeiði (sem fer fram á ensku) muntu læra þær níu varnaraðferðir sem fólk temur sér sjálfkrafa frá fæðingu. Þú munt öðlast meðvitund um undirliggjandi ótta og langanir og skilja hvers vegna þú heldur áfram að gera það sama jafnvel þegar þú sérð að það er ekki alltaf besta svarið við ríkjandi ástandi. Þú munt skilja að við höfum öll mjög huglæga sýn á raunveruleikann og að ógerningur er fyrir okkur að þekkja hið sanna. Þegar við áttum okkur á þessu hættum við að taka pirrandi hegðun annarra persónlega og sjáum að hún snýst ekki um okkur… að við þjáumst öll og verjum okkur á okkar eigin máta og að það sé leið út þegar við verðum meðvituð. Lesa áfram “Enneagram námskeið 13.-16. nóvember”

Opnunarhátíð Blábankans

Gestabók opnunar Blábankans

Óhætt er að segja að kátt hafi verið í höllinni fyrir skemmstu þegar Blábankinn opnaði, þann 20. sepbember. Margir lögðu leið sína á opnunina þrátt fyrir hvassviðri og var húsfylli í gamla Landsbankahúsinu. Afar ánægjulegt var að sjá hversu vel var mætt og var ekki annað að sjá en að gleði og forvitni svifi yfir vötnum. Lesa áfram “Opnunarhátíð Blábankans”

Blábankinn opnar

Miðvikudaginn 20. september mun Blábankinn hefja formlega starfsemi sína og verður opnunin haldin hátíðlega.

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að koma í Blábankann, skoða breytingar á húsnæðinu, spjalla og skiptast á hugmyndum.

Hátíðin hefst kl. 16:00 með ávörpum frá fulltrúum verkefnisins og þar á eftir verður boðið í grillveislu á vegum íþróttafélagsins Höfrungs.  Lesa áfram “Blábankinn opnar”

Verkefni líðandi stundar

Nýjir starfsmenn Blábankans eru í óða önn við að undirbúa komandi starfsemi, en Blábankinn mun formlega opna þann 20. september. Verið er að undirbúa húsnæðið, sem hingað til hefur verið nýtt undir starfsemi Landsbankans, fyrir þá ýmsu starfsemi sem starfrækt verður í húsnæðinu en stefnt er að því að hún verði sem fjölbreyttust. Bankaþjónusta verður eftir sem áður í húsnæðinu, en Blábankinn tekur við þeirri þjónustu ásamt því að sinna ákveðnum þjónustuliðum fyrir Ísafjarðarbæ. Þess utan mun Blábankinn bjóða upp á aðlandi rými fyrir samveru, viðburði og mannamót en einnig rými fyrir ýmsa sköpun t.d. í samstarfi við FabLab á Ísafirði. Á efri hæð hússins verður samvinnurými þar sem kostur gefst á að leigja skrifstofuaðstöðu til lengri eða skemmri tíma fyrir hverja þá sem þurfa góða aðstöðu og næði til að vinna að verkefnum og skemmir þar ekki fyrir stórbrotið útsýni yfir Dýrafjörðinn.