Lánatorg með samfélagslegt gildi

Hugsaðu þér ef til væri lánatorg sem væri fullkomlega í eigu viðskiptavina, sem veitti hagstæð lán með lága vexti og þú gætir hæglega verið hluti af þeirri heild og notið hagstæðra kjara. Hljómar það of gott til að vera satt?

Hjalti og Hjörvar eru forritarar og frumkvöðlar sem komu í Blábankann fyrir skemmstu til að vinna að tæknilausnum fyrir félagsvædda lánastarfsemi, verkefni sem þeir hafa nú unnið að ásamt tveimur öðrum í rúmt ár. Lesa áfram “Lánatorg með samfélagslegt gildi”

Leiðbeinendur í Blábankahraðalnum

Fyrstu leiðbeinendurnir hafa verið tilkynntir í Blábankahraðlinum sem haldinn verður í maí.

Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Áður hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

Haraldur Þórir Hugosson er einn stofnandi Genki Instruments. Áður verkefnastjóri hjá Icelandic Startups.

Lauga Óskarsdóttir er yfir smiðju hjá StartupLab í Oslo. Hún er einnig meðstofnandi United Influencers & Mesher.

Arnar Sigurðsson er stofnandi og tæknistjóri Karolina Fund. Hann er einnig forstöðumaður Blábankans.

Líf og fjör á Þingeyri

Nú um stundir dvelja nokkrir listamenn á vegum Simbahallarinnar hér á Þingeyri en um árabil hefur Simbahöllin boðið listafólki að sækja um þátttöku í prógrammi á þeirra vegum þar sem listamenn sækja Þingeyri heim og vinna að verkefnum í lengri eða skemmri tíma. Að þessu sinni bættust við að auki aðrir listamenn héðan af svæðinu, Marsibil Kristjánsdóttir frá Þingeyri og forsprakkar Hússins – House of Creativity frá Patreksfirði, þau Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia.

Blábankinn hefur við þetta tækifæri ekki látið sitt eftir liggja og opnað dyr sínar og boðið listafólkinu uppá vinnurými, en í Blábankanum hafa hér jafnframt starfað prófessor og doktorsnemi í hópfjármögnun og unnið að verkefnum sínum. Hér hefur því sannarlega verið margt um manninn. Lesa áfram “Líf og fjör á Þingeyri”

Blábankahraðallinn: Maí 2018

Gefðu þér 2-3 vikur til að einbeitta þér að hugmyndinni þinni eða verkefni á Þingeyri á Vestfjörðum, einu fegursta og friðsælasta svæði Íslands. Þú færð tækifæri til að kynnast öðrum frumkvöðlum og skapandi einstaklingum ásamt leiðbeinendum, og tækifæri til að deila kunnáttu þinni og þekkingu með þeim.
Hraðallinn stendur yfir frá 9.- 30. maí, en þátttakendum er frjálst að dvelja í tvær vikur eða allan tímann eftir hentugleika.

Lesa áfram “Blábankahraðallinn: Maí 2018”

Af hugsjón og ástríðu

Árið 1989 komu saman á heimavistina á Núpi í Dýrafirði Bílddælingur og Þingeyringur. Hvort um sig staðráðið í æskuljóma sínum að fella heiminn að fótum sér, en felldu í stað hugi saman svo heitt og innilega að ekki hefur fallið úr síðan. Eins og samvaxin skopparabolti, frjáls og straumlínulaga hafa þau síðan skoppað saman í gegnum lífið og komið víða við. Marsibil Kristjánsdóttir og Elfar Logi Hannesson eru listamenn af guðs náð. Hvar sem Elfar Loga hefur borið niður hefur hann komið að uppsetningum leikrita og listrænn hugur myndlistamannsins Marsibilar skapað úr hverju sem var, hvað sem var. Lesa áfram “Af hugsjón og ástríðu”

Ljósmyndasýning í Blábankanum

Opnun ljósmyndasýningar Davíðs Davíðssonar, Gamlar myndir í nýju ljósi, var haldin í gær, fimmtudaginn 7. desember við góðar viðtökur. Gaman var að sjá hversu margir lögðu leið sína á sýninguna. Myndirnar sýna Dýrfirðinga við daglega iðju sem og við hátíðleg tilefni frá 20. öldinni þó finna megi eldri myndir með. Davíð hefur safnað þessum myndum um langt skeið en heildarsafn hans telur um 5000 myndir. Myndirnar eru sýndar í Blábankanum á stórum skjá og mun sýningin verða áfram um nokkra hríð. Gestir og gangandi geta komið við og gripið niður í gamlar myndir sem og skoðað persónulegt safn Davíðs af gömlum myndavélum.

Listin í hinu smáa – Hugleiðingar

Hversdagslegur veruleiki vestfjarða að vetri til: Snjó kyngir niður. Og kyngir niður. Og kyngir niður. (Reyndar skilst mér að síðastliðinn vetur hafi verið snjólaus hér á Þingeyri fram að aðfangadegi en þá hafi snjóað svo mikið að fólk hafi verið innlyksa í fjóra daga á eftir.) Verandi svo nýlega aðflutt er þetta snjóflæmi ákveðið nýnæmi fyrir mér. Snjórinn er líka öðruvísi hér en fyrir sunnan. Þessa ályktun dreg ég fullkomlega af tilfinningu frekar en röklegum staðreyndum. Fyrir sunnan snjóar en snjórinn helst varla lengi áður en hann breytist í grátt slabb sem ýmist frystir eða bætir í eftir því hvoru megi við 0° hitastigið sveiflast. Snjórinn hér á Þingeyri er alls ekki þannig, hann er yndislega hvítur og léttur og kyndir undir gamla gönguskíðadrauma frá barnæsku. Lesa áfram “Listin í hinu smáa – Hugleiðingar”

Af lífi og sál

Að austan kom hún ung að árum í síld til Þingeyrar í Dýrafirði. Segja má að vertíðinni sé varla lokið, í það minnsta er hún hér enn og hefur síðan byggt sitt bú og buru með Kristjáni manni sínum. Alda S. Sigurðardóttir er handavinnu og hannyrðakona af lífi og sál sem vílar ekki fyrir sér að reyna sig áfram, prófa og er ekki hrædd við að mistakast. Lesa áfram “Af lífi og sál”