Opnunarhátíð Blábankans

Gestabók opnunar Blábankans

Óhætt er að segja að kátt hafi verið í höllinni fyrir skemmstu þegar Blábankinn opnaði, þann 20. sepbember. Margir lögðu leið sína á opnunina þrátt fyrir hvassviðri og var húsfylli í gamla Landsbankahúsinu. Afar ánægjulegt var að sjá hversu vel var mætt og var ekki annað að sjá en að gleði og forvitni svifi yfir vötnum.

Stofnendur, samstarfsaðilar og bakhjarlar Blábankans. Plattann gerði Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson

Stafsmenn Blábankans, Arnar Sigurðsson og Arnhildur Lilý Karlsdóttir, héldu tölu og kynntu verkefnið og helstu þjónustuliði Blábankans, Sigmundur Fríðar Þórðarsson formaður Íþróttafélagsins Höfrungs talaði fyrir hönd íbúða Þingeyrar, Arna Lára Jónsdóttir og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson töluðu fyrir hönd Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og  Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri talaði fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

Aðstandendur Blábankans þakka öllum styrktaraðilum, þeim sem komu og glöddust með okkur, og kærar þakkir sendum við Íþróttafélaginu Höfrungi sem grillaði gómsætan steinbít fyrir gestina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *