Nýsköpunarhraðall í Blábankanum

Blábankinn stóð nýlega fyrir nýsköpunarhraðli á Þingeyri. Þátttakendur voru valdir úr hópi umsækjenda og voru sjö verkefni valin að þessu sinni. Hraðlinum var ætlað að veita þátttakendum tækifæri til að fjarlægja sig áreiti hversdagsins, og fá vinnuaðstöðu, gistingu og félagslegt net í formi annara þátttakenda. Að auki bauð Blábankinn þátttakendum uppá fyrirlestra frá Haraldi Hugosyni, einum stofnanda Genki Instruments og áður verkefnastjóra hjá Icelandic Startups, og Laugu Óskarsdóttur sem er yfir smiðju hjá StartupLab í Osló og meðstofnandi United Influencers & Mesher. Nýsköpunarmiðstöð og FabLab á Ísafirði tóku einnig þátt og veittu Arna Lára Jónsdóttir og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson verkefnastjórar hjá Nýsköpunarmiðstöð þátttakendum aðstoð og stuðning eftir þörfum.

Umsóknaferlið var mjög opið og gátu umsækjendur sótt um þátttöku á afar ólíkum forsendum. Verkefnin sjálf voru mis langt á veg komin og af mismunandi toga. Þátttakendurnir í hraðlinum komu frá Íslandi, Indlandi og Þýskalandi. Meðal þeirra verkefna sem valin voru má nefna vöruþróun á skynörvandi ábreiðu fyrir alzheimer sjúklinga, smáforrit fyrir samnýtingu bílferða, markaðstorg fyrir kaup og sölu á sérfræðiþjónustu, ráðgjafaþjónusta um sjálfbærni o.fl. Þátttakendur dvöldi á Þingeyri í 2-3 vikur og unnu að verkefnum sínum. Hraðallinn var styrktur af Uppbyggingasjóði Fjórðungssambands Vestfjarða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *