Ljósmyndasýning í Blábankanum

Opnun ljósmyndasýningar Davíðs Davíðssonar, Gamlar myndir í nýju ljósi, var haldin í gær, fimmtudaginn 7. desember við góðar viðtökur. Gaman var að sjá hversu margir lögðu leið sína á sýninguna. Myndirnar sýna Dýrfirðinga við daglega iðju sem og við hátíðleg tilefni frá 20. öldinni þó finna megi eldri myndir með. Davíð hefur safnað þessum myndum um langt skeið en heildarsafn hans telur um 5000 myndir. Myndirnar eru sýndar í Blábankanum á stórum skjá og mun sýningin verða áfram um nokkra hríð. Gestir og gangandi geta komið við og gripið niður í gamlar myndir sem og skoðað persónulegt safn Davíðs af gömlum myndavélum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *