7 jólagjafahugmyndir frá Dýrafirði

Hér má finna nokkrar áhugaverðar jólagjafahugmyndir frá Dýrafirðinum. 

 

1. Vestfirskir vettlingar

Borgný Gunnarsdóttir listakona og textílkennari við grunnskólann á Þingeyri hefur gert vestfirskum vettlingum hátt undir höfði og sett saman í fallega gjafaösku garn, uppskrift og upplýsingar um þessa einstöku gerð vettlinga.  Gjafaöskjur eru tilbúnar til gjafar og kosta 6.000kr. Hafa má samband við hana í síma 893 8653. Sjá frekari upplýsingar hér.

 

2. Harðfiskur frá Þingeyri – Svalvogar ehf

Íslenskur harðfiskur er alltaf sígildur og gaman að lauma honum í gjafir til erlendra vina. Vestfirski harðfiskurinn frá Svalvogum er auðvitað afar góður ef ekki sá besti! Harðfiskurinn fæst í matvöruverslunum um land allt. Frekari upplýsingar hér.

 

3. Vestfirska Forlagið

Forlagið gefur nú út hvorki meira né minna en átta nýja titla fyrir jólin og bætast þeir við í ríkulegt safn útgefinna verka. Frekari upplýsingar um titla og verð má finna hér. Einnig má finna bækur forlagsins í verslun Forlagsins á Fiskislóð (101, Reykjavík).

 

 

 

4. Handsmíðuð hljóðfæri

Fyrir einstaka jólagjöf gæti handsmíðað hljóðfæri heillað. Jón Sigurðsson er hljóðfærasmiður og smíðar margvísleg og spennandi hljóðfæri en hann er einn fárra sem smíðar langspil og íslenska fiðlu. Hljóðfærin eru af öllum stærðum og gerðum en hér má sjá handgerða flautu. Frekari upplýsingar má finna hér.

 

5. Fjöruperlur

Fjöruperlur listakonunnar Kristínar Þórunnar Helgadóttur hafa fyrir löngu fest sig í sessi á sviði íslenskrar hönnunar. Perlurnar vinnur hún úr  íslensku klóþangi og gerir hún úr þeim fallega skartgripi. Frekari upplýsingar má finna hér.

 

6. Kómedíuleikhúsið

Elfar Logi Hannesson gaf út fyrir skömmu verk um einleikjasögu á Íslandi. Einstaklega skemmtileg og áhugaverð bók. Einleikjasaga Íslands fæst í verslunum Eymundsson um land allt. Frekari upplýsingar um Kómedíuleikhúsið má finna hér.

 

 

 

 

7. Simbahöllinn – uppskriftabók

Í vor gaf kaffihúsið Simbahöllin á Þingeyri út fallega uppskriftabók með girnilegum uppskriftum af súpum, salötum og drykkjum í bland við sæta rétti. Frekari upplýsingar má finna hér

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *