Námskeið í skapandi skrifum

28. febrúar – 3. mars 2019.

Ef þú vilt komast yfir tómleikann sem fylgir auðri blaðsíðu er Þingeyri í Dýrafirði tilvalinn staður. Námskeiðinu er stýrt af barna- og unglingabókahöfundinum Jenny Valentine sem hlotið hefur fjölda verðlauna fyrir skrif sín og ljóðskáldinu Emmu Beynon. Námskeiðið er hannað til að örva sköpunargáfuna og gefa þátttakendum rými til að skrifa það sem þeir sækjast eftir, óháð reynslu þeirra af skrifum. Þar munu þátttakendur skrifa saman í hvetjandi umhverfi og vera kynnt fyrir ýmsum aðferðum sem koma sköpunarkraftinum á skrið. Þátttakendur munu læra um karaktersköpun, sögusvið, uppbyggingu og söguþráð í gegnum ólíka stíla skáldskapar, æviágripa og ljóðlistar.

Í vetrardýrðinni á Þingeyri er hægt að horfa á norðurljósin ofan af Sandafelli og dagarnir einkennast af þögn, einveru, krunki hrafnanna og iðandi sjónum.

Menning og atvinnuvegir Þingeyrar hafa mótast af sjónum svo öldum skiptir. Snemma á morgnana fara smábátar frá höfn og koma til baka fullir af afla síðla dags. Bankaþjónusta, bókasafn og tengiliður sveitarfélagsins eru öll til húsa í samfélagskjarnanum Blábankanum. Á Þingeyri er elsta enn starfandi vélmiðja Íslands. Að sjálfsögðu er sundlaug á staðnum með tilheyrandi heitum potti sem er samkomustaður þorpsbúa til að hittast, drekka kaffi og ræða málefni líðandi stundar, hvort sem það eru stjórnmál, slúður eða næsta bæjarsamkoma.

Á meðan þessu fjögurra daga námskeiði stendur munu þátttakendur verða kynntir fyrir fjölda aðferða til að byggja upp ritfærni sína. Komið verður inn á lykilatriði á borð við lýsingar, skynjun á staðsetningu, frásagnarstíl og fá þátttakendur aðstoð við að finna sinn eigin stíl. Við munum skrifa, lesa, spjalla, nota ímyndunaraflið og kanna ýmsar víddir skáldskapar saman, með hjálp aðferða sem hannaðar eru til að nýta þína eigin reynslu og umhverfi þar sem unnið verður með hinar ýmsu tegundir bókmennta. Þú munt fara frá Þingeyri með fullan verkfærakassa af nýrri færni ásamt glósubók fullri af nýskrifuðum verkum.

Verð fyrir námskeiðið og loka kvöldverð í Heimabyggð á Ísafirði er 29.000 kr.

Verð fyrir námskeiðið, gistingu í fjórar nætur, þrjá hádegisverði og fjóra kvöldverði er 59.000 kr.

 

Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. 

Dagskrá má nálgast hér í PDF formi.

Kennarar

Jenny Valentine er barna- og unglingabókahöfundur sem hefur hlotið verðlaun fyrir skrif sín. Fyrsta skáldsaga hennar, „Finding Violet Park“ kom út árið 2007 og síðan þá hefur hún skrifað fimm unglingabækur og fimm barnabækur. Skáldsögur hennar hafa verið gefnar út í nítján löndum. Hún hefur stýrt námskeiði í skapandi skrifum í Moniack Mhor, setri skapandi skrifa í Skotlandi, sem og námskeiðum fyrir Hay hátíðina og öðrum námskeiðum í Skotlandi. Árið 2017 var hún alþjóðatengiliður Hay hátíðarinnar og varði árinu í að hitta unglinga víðs vegar um heim og læra af þeim. Hún vinnur að því að styrkja ungt fólk og gefa því rödd. Hún býr í Wales og London og á tvær dætur. Hægt er að lesa meira um ferðalög hennar fyrir Hay hátíðina hér.

Emma Beyon siglir um Norðurheimskautin í gömlum breskum seglbáti og skrifar um það. Henni er lýst sem „rithöfundi með óvæntum ferskleika og eldmóði“ (Marine Quarterly). Um þessar mundir er hún að skrifa verk um ævintýraferðir sínar til Grænlands. Hvað stjórnun námskeiða í skapandi skrifum varðar er Emma hokin af reynslu og býr hún yfir smitandi nálgun á því að byggja upp sögu. Meðal kennsluefnis sem hún hefur skrifað má nefna Making Poetry Happen (Bloomsbury, 2015). Hún býr í Wales og stjórnar listasamtökunum Caban Sgriblio.

Fyrir skráningu og frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við okkur: skobudin.hversdagssafn@gmail.com

*Verkefnið er styrkt af Ísafjarðarbæ og Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.