Listin í hinu smáa – Hugleiðingar

Hversdagslegur veruleiki vestfjarða að vetri til: Snjó kyngir niður. Og kyngir niður. Og kyngir niður. (Reyndar skilst mér að síðastliðinn vetur hafi verið snjólaus hér á Þingeyri fram að aðfangadegi en þá hafi snjóað svo mikið að fólk hafi verið innlyksa í fjóra daga á eftir.) Verandi svo nýlega aðflutt er þetta snjóflæmi ákveðið nýnæmi fyrir mér. Snjórinn er líka öðruvísi hér en fyrir sunnan. Þessa ályktun dreg ég fullkomlega af tilfinningu frekar en röklegum staðreyndum. Fyrir sunnan snjóar en snjórinn helst varla lengi áður en hann breytist í grátt slabb sem ýmist frystir eða bætir í eftir því hvoru megi við 0° hitastigið sveiflast. Snjórinn hér á Þingeyri er alls ekki þannig, hann er yndislega hvítur og léttur og kyndir undir gamla gönguskíðadrauma frá barnæsku. Lesa áfram “Listin í hinu smáa – Hugleiðingar”

Af lífi og sál

Að austan kom hún ung að árum í síld til Þingeyrar í Dýrafirði. Segja má að vertíðinni sé varla lokið, í það minnsta er hún hér enn og hefur síðan byggt sitt bú og buru með Kristjáni manni sínum. Alda S. Sigurðardóttir er handavinnu og hannyrðakona af lífi og sál sem vílar ekki fyrir sér að reyna sig áfram, prófa og er ekki hrædd við að mistakast. Lesa áfram “Af lífi og sál”

Fjöruperlur

Kristín Þórunn Helgadóttir er handverkskona frá Alviðru í Dýrafirði. Bærinn liggur við sjávarsíðuna og er fjaran, hinn heillandi heimur, síbreytileg og gjöful, rækilega samtvinnuð uppvaxtarárum hennar. Frá barnæsku hefur Kristín stöðugt verið að teikna og skapa í huganum og hafa sumar hugmyndanna ratað í listaverk. Kristín sækir enn í dag mikinn innblástur og ró í fjöruna en hún vinnur skartgripi og listaverk úr efnivið sem hún finnur á göngum sínum þar.

Lesa áfram “Fjöruperlur”

„Já ég smíðaði það bara“

Í hljóðfærasafni Jóns á Þingeyri kennir ýmissa grasa, en safnið geymir yfir fimmta tug hljóðfæra af ólíkum uppruna. Mörg þeirra hljóðfæra sem þar gefur að líta eru harla óhefðbundin og fágæt. Safnið á rætur sínar á heimili Jóns en í bílskúrnum er verkstæði hans og lítið sýningarrými fyrir drög að því safni sem hann nú státar af. Hinn sívaxandi safnkostur hefur fyrir löngu sprengt utan af sér bílskúrinn og er safnið nú staðsett í gamla Verslunarfélagshúsinu í hjarta bæjarins.

Lesa áfram “„Já ég smíðaði það bara“”

Enneagram námskeið 13.-16. nóvember

SANDRA DE CLERCQ, Enneagram þjálfari og skipulagssálfræðingur frá Belgíu, leiðir námskeið í Enneagram en það er hlutlaust sálfræðilíkan sem ýtir undir persónulegan þroska. Á þessu námskeiði (sem fer fram á ensku) muntu læra þær níu varnaraðferðir sem fólk temur sér sjálfkrafa frá fæðingu. Þú munt öðlast meðvitund um undirliggjandi ótta og langanir og skilja hvers vegna þú heldur áfram að gera það sama jafnvel þegar þú sérð að það er ekki alltaf besta svarið við ríkjandi ástandi. Þú munt skilja að við höfum öll mjög huglæga sýn á raunveruleikann og að ógerningur er fyrir okkur að þekkja hið sanna. Þegar við áttum okkur á þessu hættum við að taka pirrandi hegðun annarra persónlega og sjáum að hún snýst ekki um okkur… að við þjáumst öll og verjum okkur á okkar eigin máta og að það sé leið út þegar við verðum meðvituð. Lesa áfram “Enneagram námskeið 13.-16. nóvember”

Opnunarhátíð Blábankans

Gestabók opnunar Blábankans

Óhætt er að segja að kátt hafi verið í höllinni fyrir skemmstu þegar Blábankinn opnaði, þann 20. sepbember. Margir lögðu leið sína á opnunina þrátt fyrir hvassviðri og var húsfylli í gamla Landsbankahúsinu. Afar ánægjulegt var að sjá hversu vel var mætt og var ekki annað að sjá en að gleði og forvitni svifi yfir vötnum. Lesa áfram “Opnunarhátíð Blábankans”

Blábankinn opnar

Miðvikudaginn 20. september mun Blábankinn hefja formlega starfsemi sína og verður opnunin haldin hátíðlega.

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að koma í Blábankann, skoða breytingar á húsnæðinu, spjalla og skiptast á hugmyndum.

Hátíðin hefst kl. 16:00 með ávörpum frá fulltrúum verkefnisins og þar á eftir verður boðið í grillveislu á vegum íþróttafélagsins Höfrungs.  Lesa áfram “Blábankinn opnar”