Nýjasta fréttabréf

Nýjasta fréttabréf Blábankans er komið út, þar sem farið er yfir helstu vörður og viðburði undanfarna mánaða.

Eldri fréttabréf má sjá hér:
Blábankinn eins árs: Ávinningar og áskoranir
(September 2018)
Viðurkenning til Blábankans, alþjóðleg tengsl og fréttir af starfinu
(Júní 2018)
Blábankahraðallinn og molar úr starfinu
(Febrúar 2018)
Fyrstu þrír mánuðir Blábankans
(Desember 2017) Lesa áfram “Nýjasta fréttabréf”

Að vinnusmiðju lokinni

Vinnusmiðja í Heimildarmyndagerð, sem haldin var hér í Blábankanum á dögunum, gekk vonum framar. Þær Trude Ottersen frá Koko Film og Ingrid Dokka frá Norður Norsku Kvikmyndamiðstöðinni komu alla leið frá Tromsö til þess að kenna og leiðbeina. Þátttakendur komu annars vegar með verkefni og hins vegar án verkefnis, og taldi hópurinn 16 manns með kennurum. Var mikil almenn ánægja með hvernig til tókst og var þetta vonandi bara byrjunin á löngu og góðu samstarfi Blábankans og íslensks og norður norsks kvikmyndagerðarfólks.

Skapandi fólksfækkun: Heimsókn á Þingeyri frá fjallahéruðum Japan

Yoichi Dan, hugbúnaðarverkfræðingur sem starfar í fjallaþorpinu Kamiyama. Mynd frá Bloomberg.

Dreyfðar byggðir Japans glýma við hækkandi meðalaldur og fólksflótta til borganna. Þessvegna hefur smábærinn Kamiyama og önnur þorp í fjallahéraðinu Tokushima vakið athygli.

Á undanförnum árum hafa fjöldi tæknifyrirtækja stofnað útibú í héraðinu, og boðið ungum starfsmönnum að flytja úr amstri borgarinnar og njóta þess sem smærra samfélag og nálægð við náttúruna hefur upp á að bjóða. Lesa áfram “Skapandi fólksfækkun: Heimsókn á Þingeyri frá fjallahéruðum Japan”

Seigla í íslenskum sjávarbyggðum

Matthias Kokorsch

Í sumar varði þýskur landfræðingur, Matthias Kokorsch, doktorsverkefni sitt um seiglu í íslenskum sjávarbyggðum við Háskóla Íslands. Þar leitast hann við að nýta alþjóðlegar kenningar úr félagsvísindum til þess að útskýra og greina örlög, og jafnvel velta fyrir sér framtíð þorpa sem hafa byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Flest þeirra smærri hafa í kjölfar breytinga í greininni orðið fyrir mikilli fólksfækkun, sem oft er sett i samhengi við breytingar á fiskveiðistjórnun og aðra samhliða þróun innan greinarinnar. Lesa áfram “Seigla í íslenskum sjávarbyggðum”

Blábankinn hlýtur sérstaka viðurkenningu

Blábankinn, samfélagsmiðstöðin á Þingeyri, hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. Verðlaun og viðurkenningar voru veittar á ráðstefnunni Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 -„Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“sem haldin var föstudaginn 9. júní 2018 á Grand Hótel í Reykjavík.

Verðlauna- og viðurkenningahafar fyrir Nýsköpun í opinberri þjónustu 2018

Nýsköpunarhraðall í Blábankanum

Blábankinn stóð nýlega fyrir nýsköpunarhraðli á Þingeyri. Þátttakendur voru valdir úr hópi umsækjenda og voru sjö verkefni valin að þessu sinni. Hraðlinum var ætlað að veita þátttakendum tækifæri til að fjarlægja sig áreiti hversdagsins, og fá vinnuaðstöðu, gistingu og félagslegt net í formi annara þátttakenda. Að auki bauð Blábankinn þátttakendum uppá fyrirlestra frá Haraldi Hugosyni, einum stofnanda Genki Instruments og áður verkefnastjóra hjá Icelandic Startups, og Laugu Óskarsdóttur sem er yfir smiðju hjá StartupLab í Osló og meðstofnandi United Influencers & Mesher. Nýsköpunarmiðstöð og FabLab á Ísafirði tóku einnig þátt og veittu Arna Lára Jónsdóttir og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson verkefnastjórar hjá Nýsköpunarmiðstöð þátttakendum aðstoð og stuðning eftir þörfum.

Umsóknaferlið var mjög opið og gátu umsækjendur sótt um þátttöku á afar ólíkum forsendum. Verkefnin sjálf voru mis langt á veg komin og af mismunandi toga. Þátttakendurnir í hraðlinum komu frá Íslandi, Indlandi og Þýskalandi. Meðal þeirra verkefna sem valin voru má nefna vöruþróun á skynörvandi ábreiðu fyrir alzheimer sjúklinga, smáforrit fyrir samnýtingu bílferða, markaðstorg fyrir kaup og sölu á sérfræðiþjónustu, ráðgjafaþjónusta um sjálfbærni o.fl. Þátttakendur dvöldi á Þingeyri í 2-3 vikur og unnu að verkefnum sínum. Hraðallinn var styrktur af Uppbyggingasjóði Fjórðungssambands Vestfjarða.

Lengi býr að fyrstu gerð

Margir eiga gott samband við ömmur sínar og afa og aðrir jafnvel hafa haft tækifæri til að þekkja vel langömmur sínar og langafa, en færri nú til dags hafa beinlínis alist upp í nánu sambýli með þeim. Þessi nánu samskipti kynslóða í gegnum sambúð, sem eitt sinn var eðlilegur hluti tilverunnar, hefur breyst og samskiptin fjarlægst.

„Það voru fjórar kynslóðir í húsinu sem ég bjó í fram til 5 ára, ég átti tvær langömmur og fór mikið með þeim í heimsóknir um sveitina“ segir Hanna Jónsdóttir hönnuður, en hún er fædd og uppalin á Jaðri í Suðursveit. Náin samskipti við eldri kynslóðirnar hefur haft afar mótandi áhrif á Hönnu en hún er elst þriggja systkina. Hún segist alltaf hafa verið mjög tengd fjölskyldu sinni og fann til mikils söknuðar sem barn þegar hún var fjarri þeim. Sem dæmi nefnir hún þegar hún fór með skólanum í ferðalag að Reykjum í Hrútafirði en þá fékk hún svo mikla heimþrá að hún skrifaði afa sínum bréf með dramatískum lýsingum á þeim erfiðu aðstæðum að vera fjarri þeim þá fjóra daga sem skólabúðirnar stóðu yfir. Á gagnfræðiskólaárum sínum stundaði Hanna nám á Höfn í Hornafirði og var þá tíður gestur á elliheimilinu í bænum þar sem hún heimsótti langömmu sína og –afa sem þá höfðu flutt sig úr sveitinni yfir á elliheimilið.

Lesa áfram “Lengi býr að fyrstu gerð”