Blábankinn opnar

Miðvikudaginn 20. september mun Blábankinn hefja formlega starfsemi sína og verður opnunin haldin hátíðlega.

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að koma í Blábankann, skoða breytingar á húsnæðinu, spjalla og skiptast á hugmyndum.

Hátíðin hefst kl. 16:00 með ávörpum frá fulltrúum verkefnisins og þar á eftir verður boðið í grillveislu á vegum íþróttafélagsins Höfrungs. 

Dagskrá:

Kl. 16:00 – Kynning á Blábankanum og ávörp frá fulltrúum verkefnisins.

Kl. 17:00 – Boðið upp á grillaðan steinbít á vegum íþróttafélagsins Höfrungs.

Við vonum að þið sjáið ykkur fært að líta við á opnunina, en ef ekki þá eruð þið að sjálfsögðu velkomin að koma við hvenær sem er.

Eitt svar við “Blábankinn opnar”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *