Blábankinn auglýsir eftir forstöðumanni

Stjórn Blábankans á Þingeyri auglýsir stöðu forstöðumanns lausa til umsóknar.

– Sýnir þú frumkvæði, ert skapandi, og átt auðvelt með að hugsa út fyrir boxið?
– Hefur þú áhuga á að leggja þitt af mörkum til samfélagsins?
– Viltu um að tengja saman fólk og efla samstarf og nýsköpun?
– Hefur þú áhuga á að vinna og búa í fallegu þorpi í nálægð við náttúruna?
– Ert þú að leita að stað sem veitir þér innblástur?

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þróun á Blábankanum, verkefnum hans og nýju viðskiptamódeli
 • Almennur daglegur rekstur ásamt áætlanargerð og skipulagning starfsemi til framtíðar
 • Utanumhald utan um vinnurými í Blábanka, reglur, frágangur og annað því tengt
 • Tengiliður við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila
 • Stjórnun og skipulagning markaðsstarfs, leit að nýjum viðskiptavinum
 • Víðtæk markaðssetning fyrir vinnurými (co-working)
 • Markaðssetning í nærumhverfi og umsjón með samfélagsmiðlum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af stjórnun
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Rita og tala íslensku- og ensku mjög vel
 • Frábær samstarfs- og samskiptahæfni
 • Frumkvæði og framkvæmdagleði
 • Rekstrarþekking er æskilegur kostur

Um er að ræða 100% starf í eitt ár til að byrja með, með möguleika á framlengingu eftir því hvernig verkefninu framvindur. Í Blábankanum er góð vinnuaðstaða og tækifæri til að láta til sín taka við uppbyggingu samfélags. Þar er unnið að spennandi verkefnum í frjóu umhverfi og nánum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Á Þingeyri er frábær aðstaða til útivistar, stutt í skóla, leikskóla, íþróttamannvirki, félagsheimili, söfn og hina margrómuðu sundlaug á Þingeyri, allt í göngufæri. Þá er stutt í fjöruna, til fjalla, á golfvöllinn og því kjörin staðsetning til útivistar og hreyfingar í náttúrunni.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 15. júní 2020. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað til Örnu Láru Jónsdóttur, í stjórn Blábankans, á netfangið arnalara@nmi.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Arna Lára Jónsdóttir í gegnum sama netfang.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *