Blábankahraðallinn: Maí 2018

Gefðu þér 2-3 vikur til að einbeitta þér að hugmyndinni þinni eða verkefni á Þingeyri á Vestfjörðum, einu fegursta og friðsælasta svæði Íslands. Þú færð tækifæri til að kynnast öðrum frumkvöðlum og skapandi einstaklingum ásamt leiðbeinendum, og tækifæri til að deila kunnáttu þinni og þekkingu með þeim.
Hraðallinn stendur yfir frá 9.- 30. maí, en þátttakendum er frjálst að dvelja í tvær vikur eða allan tímann eftir hentugleika.

Fyrir hvern er hraðallinn?

Hraðallinn er fyrir sprotafyrirtæki, frumkvöðla, listafólk eða skapandi einstaklinga sem eru með hugmynd eða verkefni sem þeir vilja vinna að. Hópar jafnt sem einstaklingar geta sótt um. Þetta er ekki hefðbundinn viðskiptahraðall. Þetta er tækifæri til að aftengjast áreiti heima við, njóta náttúrunnar, fjarlægðarinnar og þess að tengjast skapandi samfélagi. Þetta er tækifæri til að gefa verkefninu þínu fulla athygli í takmarkaðan tíma.

Hvað er innifalið?

Umsækjendur sem valdir eru til þátttöku fá gistingu meðan á dvöl þeirra stendur, en þeir deila húsnæði með öðrum í hraðalnum. Þátttakendur fá vinnuaðstöðu í Blábankanum með ljósleiðaratengingu, ásamt stuðningi frá leiðbeinendum í vinnustofum. Ferðakostnaður og önnur útgjöld eru greidd af þátttakendum. Blábankinn er staðsettur á Þingeyri í Dýrafirði. Hér er stutt út í náttúruna og gott aðgengi að útivist af ýmsu tagi.

Hverjum leitum við að?

Vestfirðirnir eru ekki hinn dæmigerði vettvangur nýsköpunar líkt og Kísildalur. Við erum að leita að opnum, skapandi einstaklingum sem hafa ástríðu fyrir verkefninu sínu og eru óhræddir við að synda á móti straumnum. Við erum að búa til ákveðinn lífsstíl: að vera ótengdur, afkastamikill og skapandi.

Umsóknin

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2018. Vinsamlegast sendu okkur umsóknina þína, og spurningar ef einhverjar eru, á netfangið: info@blabankinn.is og segðu okkur aðeins frá þér, hvaða verkefni þú vilt vinna að og hvaða væntingar þú hafir til hraðalsins. Haft verður samband sérstaklega við þá þátttakendur sem koma til greina og viðtal tekið í gegnum Skype.

Gestgjafar

Hægt er að fræðast um leiðbeinendur hér. Umsjónarmaður er Arnar Sigurðsson, þróunarstjóri og einn stofnenda Karolina Fund. Hraðallinn er haldinn af Blábankanum í samstarfi við Westfjord’s residency. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *