Að vinnusmiðju lokinni

Vinnusmiðja í Heimildarmyndagerð, sem haldin var hér í Blábankanum á dögunum, gekk vonum framar. Þær Trude Ottersen frá Koko Film og Ingrid Dokka frá Norður Norsku Kvikmyndamiðstöðinni komu alla leið frá Tromsö til þess að kenna og leiðbeina. Þátttakendur komu annars vegar með verkefni og hins vegar án verkefnis, og taldi hópurinn 16 manns með kennurum. Var mikil almenn ánægja með hvernig til tókst og var þetta vonandi bara byrjunin á löngu og góðu samstarfi Blábankans og íslensks og norður norsks kvikmyndagerðarfólks.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *