Enneagram námskeið 13.-16. nóvember

SANDRA DE CLERCQ, Enneagram þjálfari og skipulagssálfræðingur frá Belgíu, leiðir námskeið í Enneagram en það er hlutlaust sálfræðilíkan sem ýtir undir persónulegan þroska. Á þessu námskeiði (sem fer fram á ensku) muntu læra þær níu varnaraðferðir sem fólk temur sér sjálfkrafa frá fæðingu. Þú munt öðlast meðvitund um undirliggjandi ótta og langanir og skilja hvers vegna þú heldur áfram að gera það sama jafnvel þegar þú sérð að það er ekki alltaf besta svarið við ríkjandi ástandi. Þú munt skilja að við höfum öll mjög huglæga sýn á raunveruleikann og að ógerningur er fyrir okkur að þekkja hið sanna. Þegar við áttum okkur á þessu hættum við að taka pirrandi hegðun annarra persónlega og sjáum að hún snýst ekki um okkur… að við þjáumst öll og verjum okkur á okkar eigin máta og að það sé leið út þegar við verðum meðvituð.

Grunnnámskeið fyrir fullorðna

Mán. 13. og Þri. 14. nóvember, kl. 9-17 báða dagana. Lærðu um hinar níu persónuleikagerðir og mismunnandi stíl átaka og samskipta. Þáttökugjald: 40.000 kr. Afsláttur: 20% afsláttur ef bókað er fyrir 20. október.

Grunnnámskeið fyrir menntaskólakrakka

Mán. 13. og mið. 15. nóvember, kl. 9-17 báða dagana. Lærðu um hinar níu persónuleikagerðir og hvaða starfsvettvangur og –umhverfi hentar þér. Þáttökugjald : 10.000 kr. Afsláttur: 50% afsláttur ef bókað er fyrir 20. október.

Framhaldsnámskeið

Fim. 16. nóvember. Kl 9-17 Lærðu um mismunandi þroskastig og hvernig þú getur tekist á við þinn innri gagnrýnanda. Þáttökugjald: 5.000 kr.

Upplýsingar og skráning: marijcol@gmail.com Hafðu samband til að fá upplýsingar um styrki.

-Athugið að allir hlutar námskeiðsins fara fram á ensku-

Nánari upplýsingar um námskeiðið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *